16 Maí 2025 15:23

Útför Magnúsar Einarssonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns, var gerð frá Árbæjarkirkju í gær og sendum við fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Magnús, sem var lögreglumaður af lífi og sál, starfaði í lögreglunni um áratugaskeið og kenndi enn fremur í Lögregluskóla ríkisins í allmörg ár. Hann var lengstum í lögreglunni í Reykjavík, en starfsferlinum lauk hann hjá lögreglunni í Kópavogi. Magnús var einn þeirra sem var kallaður til þegar umferðardeildin var stofnuð árið 1960 og minntist áranna þar ávallt með hlýju. Í viðtali einu sinni rifjaði hann upp þennan tíma og sagði þá m.a. „…var tilkynnt um að bíl væri ekið á ofsahraða í borginni. Í honum var kasólétt kona í aftursætinu og skýrði það hraðaksturinn. Við liðkuðum auðvitað til og konan komast á fæðingardeildina. Það máttu samt engu muna að barnið hefði fæðst í bílnum,“ segir Magnús. Ólétta konan er honum enn í fersku minni enda var hún svo þakklát fyrir hjálpsemi lögreglunnar að hún gaf barninu, sem reyndist vera drengur, nafnið Magnús eða í höfuðið á yfirlögregluþjóninum.“

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá fyrrihluta starfsferils Magnúsar í lögreglunni.

Magnús Einarsson heillaður af ungri stúlku á Fiat.

Lögreglustöðin Pósthússtræti.
Magnús Einarsson

H-dagurinn 26. maí 1968

Opnun lögreglustöðvarinnar í Árbæ.
Guðmundur Hermannsson, Óskar Ólason, Bjarki Elíasson, Magnús Einarsson, Sigurjón Sigurðsson, Úlfar Hermannsson og Rudolf Axelsson.