24 Júní 2023 20:09

Karlmaður á þrítugsaldri, sem varð fyrir líkamsárás í miðborginni sl. nótt, er látinn.

Maðurinn sem var handtekinn í tengslum við málið í nótt var síðdegis í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.