13 Apríl 2025 09:06
Kona um þrítugt var í fyrrakvöld í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðuð í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 16. apríl á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á mannsláti í umdæminu.
Það var snemma á föstudagsmorgun sem lögreglu barst tilkynning um meðvitundarlausan karlmann í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu. Viðbragðsaðilar héldu strax á staðinn, en karlmaðurinn var þungt haldinn þegar að var komið. Hann var fluttur á slysadeild og lést þar síðar um daginn. Konan, sem er í gæsluvarðhaldi, var handtekin í fyrrnefndu húsi.
Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.