4 Júní 2012 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði þrjátíu ökumenn um helgina en hinir sömu voru allir á bílum á nagladekkjum en það er óheimilt á þessum árstíma. Þeim verður gert að greiða 5 þúsund krónur í sekt fyrir hvert nagladekk  og því kemur þetta verulega við pyngjuna hjá áðurnefndum ökumönnum. Lögreglan ítrekar enn og aftur þau tilmæli til eigenda og umráðamanna ökutækja sem eru búin nagladekkjum að gera þar bragarbót á.