9 Október 2024 09:25
Stóra spurning dagsins snýr að nagladekkjum og hvort að lögreglan muni sekta fyrir notkun þeirra, úr þessu. Svarið er að lögreglan mun ekki sekta fyrir notkun nagladekkja enda komin vetrarfærð í borgina. Þess ber þó að geta að þótt það sé hálka í dag er ekki endilega hálka á morgun og því betra að seinka notkun nagladekkja eins og hægt er – eða nota önnur og umhverfisvænni dekk.
Einn misskilningur snýr að því hvort að slík dekk séu lögleg utan tiltekinna dagsetninga eða ekki. Svarið við því er einfalt – reglugerðin sem um þetta fjallar er skýr og segir í raun dagsetningarnar 31.október til 15 apríl – eru ákveðið viðmið en utan þeirra daga má alltaf nota nagladekk ef aðstæður krefjast þess. Hálkan í morgun og snjór á aðliggjandi heiðum er þannig að eðlilegt er að hefja notkun nagladekkja.