21 Maí 2025 11:28

Lögreglan hefur gefið út uppfærða útgáfu af litabók um Lúlla löggubangsa, sem miðar að því að fræða börn á leikskólaaldri um mikilvægi umferðaröryggis. Í bókinni fylgjumst við með Lúlla í daglegum aðstæðum í umferðinni, þar sem börn læra af mistökum löggubangsans og fá tækifæri til að lita myndir og ræða hvernig á að hegða sér af öryggi í umferðinni.

Nú þegar sumarfrí nálgast og börn verða meira á ferðinni, er kjörið að nýta bókina sem leið til að rifja upp umferðarreglurnar á gagnlegan og barnvænan máta.

Samfélagslögreglumenn munu áfram nýta sér litabókina þegar þau heimsækja leikskóla – líkt og lögreglan hefur verið gert með góðum árangri í gegnum árin – til að fræða börn um öryggi í umferðinni á aðgengilegan hátt.

📘 Sækja litabókina hér

🚸 Lesa meira um umferðaröryggi barna á umferðarvef Samgöngustofu

👉 Kynntu þér nánar samfélagslöggæslu.