7 September 2011 12:00
Fjórir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt en þrír þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi. Þetta voru þrír karlar, 32-46 ára, og ein kona á sjötugsaldri. Tvær aðrar konur voru stöðvaðar í umferðinni í gær en þær höfðu þegar verið sviptar ökuleyfi. Önnur þeirra er rúmlega tvítug en hin er á sextugsaldri.