18 Ágúst 2008 12:00

Þrettán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Einn var stöðvaður á föstudag, átta á laugardag, þrír á sunnudag og einn aðfaranótt mánudags. Sjö voru teknir í Reykjavík, þrír í Kópavogi og einn í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Kjalarnesi. Þetta voru tíu karlar á aldrinum 17-62 ára og þrjár konur, 20, 29 og 43 ára. Fjórir karlanna eru á þrítugsaldri, fjórir á sextugsaldri, einn á sjötugsaldri og einn undir undir tvítugu. Tveir af þessum ökumönnum reyndust jafnframt vera próflausir.

Til viðbótar tók lögreglan einn ölvaðan ökumann í Reykjavík en viðkomandi, karl um fimmtugt, var á reiðhjóli.