29 Júlí 2008 12:00
Sautján ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Fjórir voru stöðvaðir á föstudag, sjö á laugardag og sex á sunnudag. Þrettán voru teknir í Reykjavík og fjórir í Hafnarfirði. Þetta voru fimmtán karlar á aldrinum 19-58 ára og tvær konur, 16 og 25 ára. Níu karlanna eru á þrítugsaldri, einn á fertugsaldri, tveir á fimmtugsaldri, tveir á sextugsaldri og einn undir tvítugu. Fimm af þessum ökumönnum reyndust jafnframt vera próflausir.
Um helgina tók lögreglan fjóra ökumenn sem voru undir áhrifum fíkniefna en þrír þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi. Þetta voru þrír karlar á aldrinum 19-24 ára og ein kona, 27 ára.