2 Febrúar 2025 20:18
Appelsínugul viðvörun tekur gildi í fyrramálið fyrir Austurland og stendur til miðnættis. Varað er við sunnan stormi / roki með 20-28 m/s og vindhviðum um eða yfir 40 m/s. Líkur þykja á staðbundnu foktjóni. Rigning og hláka. Búast má við hættulegum akstursskilyrðum vegna vinds og hálku á vegum.
Lögregla hvetur íbúa til að huga að lausamunum. Þá eru vegfarendur beðnir um að fylgjast vel með fréttum af veðri og færð.
Óvissustig er enn í gildi á Austfjörðum. Vel er fylgst með af hálfu Veðurstofu – sjá hér; Veðurviðvaranir og ofanflóðaaðstæður | Ofanflóð