10 Júní 2025 09:07
Föstudaginn 13. júní 2025, klukkan 12:15, verður haldið uppboð á ýmis konar óskilamunum og upptækum munum á lögreglustöðinni á Akureyri, Þórunnarstræti 138.
Boðnir verða upp óskilamunir og aðrir munir, þar á meðal reiðhjól, rafmagnsreiðhjól, hlaupahjól og rafmagnshlaupahjól, ferðasólarhleðslusett, gítar, bensínrafstöð, ferðagasgrill, hátalarar, blómaáburður, heyrnartól og fleira. Munirnir hafa verið í vörslum lögreglunnar á Norðurlandi eystra í ár eða lengur.
Auk þess verður boðið upp mótorhjól YZF 600, skráningarnúmer ZP-936, árgerð 2004. Lágmarksboð í mótorhjólið verður 100.000 krónur. Mótorhjólið og allir aðrir munir verða seldir í því ástandi sem þeir eru á söludegi, og Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra tekur enga ábyrgð á ástandi þeirra muna sem verða seldir. Mótorhjólið verður til sýnis við lögreglustöðina á Akureyri eftir samkomulagi við yfirlögregluþjón eða aðstoðaryfirlögregluþjóna
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra.