10 Maí 2018 13:55
Þessa dagana er mikið spurt um það hvenær lögreglan muni grípa til aðgerða gegn þeim bifreiðum sem eru með nagladekk á höfuðborgarsvæðinu. Því er til að svara að ökumenn þessara bifreiða mega búast við afskiptum lögreglu vegna þessa frá og með nk. þriðjudegi, eða 15. maí. Rétt er að minna á að sekt fyrir hvert nagladekk hækkaði úr 5 í 20 þúsund um síðustu mánaðamót.
Á sama tíma hækkaði sekt ökumanna fyrir að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar úr 5 í 40 þúsund, en lögreglan hefur verið með sérstakt átak af þeim sökum undanfarna daga. Nokkrir tugir ökmanna hafa verið sektaðir af þeirri ástæðu. Það er engu að síður mat lögreglumanna að ástandið í þeim efnum hafi skánað allnokkuð frá mánaðamótum, en þeir segjast hafa séð færri ökumenn vera að tala í síma án handfrjáls búnaðar en venja er. Vonandi mun það halda áfram.