27 Mars 2009 12:00

Karl á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. apríl að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem var handtekinn í nótt með þýfi í fórum sínum, hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu vegna auðgunarbrota.