22 Mars 2017 17:00

Í gærkvöldi, 21.3.2017, barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um skothvell í Kópavogi en tilkynnandi sagði að í kjölfarið hafi hann mætt manni sem hafi haft skotvopn meðferðis. Í ljósi aðstæðna var óskað eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra ásamt því að lögreglumenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem sinntu útkallinu, vopnuðust. Maðurinn fannst ekki þrátt fyrir töluverða leit. Rannsókn málsins hélt áfram í dag og var einn maður handtekinn, grunaður um að hafa skotið af skotvopni innan bæjarmarka. Maðurinn hefur játað að hafa verið að verki, umrætt kvöld, en bar því við að hann hafi verið búinn að fá vopnið úr viðgerð og ekki getað setið á sér að kanna hvort að viðgerðin hafi tekist. Lagt var hald á önnur skotvopn í eigu mannsins og hann sviptur skotvopnaleyfi. Málið telst að fullu upplýst