1 Október 2024 17:07
Embætti ríkislögreglustjóra og SKOTVÍS hafa undirritað samning um umsjón með skotvopnanámskeiðum. Samningurinn var undirritaður þann 11. september síðastliðinn af Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og Áka Ármanni Jónssyni, formanni SKOTVÍS.
Námskeiðin verða kennd í vefskóla og gefst nemendum þannig kostur á að taka námið á sínum hraða. Eftir sem áður þurfa þeir sem ætla sækja um að sitja skotvopnanámskeið að sækja um leyfi til þátttöku til lögreglu ásamt því að skila inn gögnum. Að vefskóla loknum er hægt að skrá sig í próf og þegar það er staðið er hægt að skrá sig í verklega hlutann. Þegar verklega hlutanum er lokið er hægt að sækja um skotvopnaleyfi og gefur lögregla það út séu öll skilyrði uppfyllt.
SKOTVÍS mun einnig sjá um veiðikortanámskeiðin fyrir Umhverfisstofnun. Okkur hlakkar til samstarfsins með SKOTVÍS og höfum fulla trú á að það verði farsælt á sama tíma og við þökkum Umhverfisstofnun fyrir gott samstarf síðastliðin ár.