10 Maí 2025 13:03

Það er ýmislegt sem getur komið upp á vaktinni og lögreglumenn þurfa að vera við öllu búnir. Að eiga við snáka er ekki daglegur viðburður, en gerist endrum og eins. Þessir tveir fundust í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu og voru haldlagðir, en hér er um að ræða brot á lögum um innflutning dýra. Í framhaldinu voru gerðar viðeigandi ráðstafanir, en í því felst að lóga og farga dýrum sem þessum.