2 Júlí 2025 15:29

Stjórnskipulagsáætlun aðgerðarstjórnar á Suðurnesjum (AST) og ný atvikaáætlun vegna hópslysa fyrir embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum hafa nú hlotið formlega undirritun allra hlutaðeigandi og tóku gildi þann 1. júlí 2025.

 

Um er að ræða mikilvægan áfanga í umfangsmikilli vinnu sem hófst snemma árs 2024. Markmið verkefnisins var að uppfæra og einfalda viðbragðsáætlanir í umdæminu  og auka samhæfingu milli viðbragðsaðila á Suðurnesjum. Töluverð vinna hefur verið lögð í þróun og endurskoðun þessara áætlana í víðtæku samstarfi og samráði við þá viðbragsaðila sem að áætlununum koma.

 

Kynningarfundur um nýju áætlanirnar verður haldinn meðal viðbragsaðila með haustinu og stefnt er að æfingu í framhaldi til að prófa framkvæmd þeirra.

 

Áætlanirnar er hægt að nálgast á vef Almannavarna (www.almannavarnir.is)  undir liðnum útgefið efni