22 Apríl 2022 08:59

Umfangsmiklar aðgerðir lögreglunnar í gærkvöldi og nótt þar sem húsleitir voru gerðar og ökutæki stöðvuð leiddu til þess að strokufanginn sem lýst hefur verið eftir var handtekinn undir morgun. Hann er í fangageymslu lögreglu. Fimm önnur voru handtekin í aðgerðum lögreglu sem rannsakar hvort strokufanganum hafi verið veitt aðstoð við að losna undan handtöku. Þau eru einnig í fangageymslu lögreglu.

Þessar aðgerðir eru afrakstur mikillar rannsóknarvinnu og vinnslu á upplýsingum sem lögreglu hefur borist frá almenningi.