30 Apríl 2007 12:00

Árvökulir lögreglumenn af svæðisstöðinni í Grafarvogi handtóku tvo karlmenn á þrítugsaldri fyrir helgina. Þeir síðarnefndu höfðu stolið tösku úr skóla í hverfinu en í henni voru m.a. ferðatölva og sími. Þjófarnir reyndu að malda í móinn en frásagnir þeirra voru lítt trúanlegar. Ekki síst í ljósi þess að öryggismyndavélar eru í umræddum skóla en upptakan af athæfi þjófanna var bæði skýr og greinileg og kom að mjög góðum notum við rannsókn málsins.