7 Nóvember 2011 12:00

Karl um þrítugt var handtekinn í Hafnarfirði á föstudag en í bíl hans fundust munir sem taldir eru vera þýfi. Í bílnum var einnig að finna fíkniefni. Maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, var færður í fangageymslu.