1 Október 2007 12:00
Þrettán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þrír voru stöðvaðir á laugardag og tíu á sunnudag. Fimm voru teknir í Reykjavík, þrír í Kópavogi og Hafnarfirði og tveir í Mosfellsbæ. Þetta voru tólf karlar á aldrinum 15-51 árs og ein kona á fimmtugsaldri. Þessi 15 ára, sem hefur vitaskuld aldrei öðlast ökuréttindi, reyndi að villa á sér heimildir og gaf upp nafn bróður síns.
Um helgina voru tveir karlar, 17 og 35 ára, teknir fyrir aka undir áhrifum fíkniefna. Í bíl þess yngri fundust ætluð fíkniefni en með honum í för voru þrír farþegar, 16-17 ára, sem voru líka handteknir.