15 Október 2009 12:00

Þrír voru teknir fyrir ölvunarakstur í Reykjavík í gærkvöld og nótt. Um kvöldmatarleytið var karl á fertugsaldri stöðvaður fyrir þessar sakir í Breiðholti og litlu síðar var karl um sextugt tekinn af sömu ástæðu. Hann var líka tekinn í Breiðholti en maðurinn ók niður umferðarskilti áður en til hans náðist. Þriðji ökumaðurinn var stöðvaður í miðborginni í nótt en um var að ræða karl á fertugsaldri. Sá reyndist bæði þegar hafa verið sviptur ökuleyfi og eins vera eftirlýstur fyrir aðrar sakir. Lögreglan stöðvaði einnig pilt um tvítugt sem var á rúntinum í miðborginni í gærkvöld en kauði hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Var honum gert að hætta akstri tafarlaust.