22 Júní 2021 18:58

Enginn er nú með virkt COVID smit á Austurlandi.

Ýmsar uppákomur eru fyrirhugaðar í fjórðungnum á næstu vikum þar sem bæjarhátíðir bera hæst. Þá má gera má ráð fyrir að ferðamönnum fari nú ört fjölgandi.

Aðgerðastjórn hvetur íbúa því sem fyrr til að sýna varkárni áfram og láta hvergi skeika að sköpuðu. Í því felst meðal annars að hafa persónubundnar sóttvarnir áfram í huga, svo sem fjarlægðarreglu sem nú er einn metri og grímuskylda við ákveðnar aðstæður.

Höldum áfram að gera þetta saman og tryggjum þannig áhyggjulaust smitlaust sumar.