7 September 2021 16:00

Þrír eru í einangrun á Austurlandi vegna COVID smits. Engin smit hafa greinst nýlega.

HSA mun breyta og lengja opnunartíma í sýnatöku bæði á Reyðarfirði og Egilsstöðum frá og með morgundeginum. Hægt er að sjá frekari upplýsingar um það á heimasíðunni hsa.is eða á facebook síðu HSA.

Aðgerðastjórn lýsir ánægju sinni með ástand COVID mála í fjórðungnum. Á sama tíma hvetur hún sem fyrr til áframhaldandi hefðbundinnar aðgæslu hvað persónubundnar smitvarnir varðar. Aðgæsla hefur skilað okkur vel áleiðis og mun gera það áfram meðan COVID ástand varir.