28 Apríl 2020 16:31

Enginn er í einangrun á Austurlandi vegna COVID-19 smits. Átta hafa greinst en öllum batnað. Sex eru í sóttkví.

 Hvatning til stofnana, fyrirtækja og samkomuhaldara

Aðgerðastjórn hvetur stofnanir og fyrirtæki til að halda áfram árvekni sinni og skipulagi sem komið var á í tengslum við varnir gegn COVID-19 veirunni. Tveggja metra reglan er enn við lýði og mun verða næstu vikur í það minnsta.  

 Þá hvetur hún samkomuhaldara útihátíða og tónleika til að kynna sér vel þær reglur og leiðbeiningar sem í gildi eru og vísar þar bæði til þess fjölda sem koma má saman á einum stað og tveggja metra reglunnar.”