6 Júlí 2020 17:54

Jákvætt sýni er greindist um borð í Norrænu við komu hennar til Seyðisfjarðar á fimmtudag fór til frekari greiningar hjá Íslenskri erfðagreiningu, en talið var í upphafi að um gamalt smit væri að ræða og viðkomandi því ekki smitandi. Samkvæmt upplýsingar frá Almannavarnadeild RLS hefur það nú fengist staðfest. Viðkomandi var því ekki smitandi um borð.

Enginn er með virkt smit í fjórðungnum.

Aðgerðastjórn á Austurlandi sér ástæðu til að hrósa íbúum og ekki síður fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum fyrir ábyrga afstöðu í hvívetna til þeirra reglna og leiðbeininga sem gefnar hafa verið. Byggir hún það meðal annars á viðbrögðum þeirra fjölmörgu sem skipulagt höfðu stærri viðburði hverskonar, tónleika, bæjarhátíðir, íþróttakeppnir og svo framvegis. Hafa þau í öllum tilvikum verið til fyrirmyndar og borið þess merki að allir vilji gera þetta vel og gera þetta rétt.