7 Febrúar 2022 10:00

Þrátt fyrir slæmt veður á Austurlandi hafa engin útköll borist viðbragðsaðilum enn sem komið er. Hinsvegar er veður heldur að versna og færð á vegum að spillast. Íbúar  eru því hvattir sem fyrr til að vera ekki á ferðinni, hvort heldur innanbæjar eða utan. Veður mun að líkindum ganga niður um hádegisbilið. Um leið og þess verður kostur mun þá farið í að moka vegi og hreinsa götur af krafti.  Sú hreinsun gengur mun hraðar fyrir sig ef engin eru föst ökutækin í veginum.

Höldum okkur til hlés og heima við ef mögulegt er til hádegis og tökum þá stöðuna. Fyrr ekki.