7 Ágúst 2024 14:09

Klukkan 10:47 í dag fékk lögreglan á Suðurnesjum tilkynningu um alvarlegt vinnuslys í Ægi sjávarfangi í Grindavík.

Þar hafði starfsmaður fest hendi í vinnuvél. Viðbragðsaðilar fóru þegar á vettvang og var viðkomandi fluttur á Landspítala Fossvogi.

Lögreglan og Vinnueftirlitið rannsaka slysið.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.