Tilkynning frá lögreglustjóranum á Vesturlandi vegna frétta fjölmiðla um líkamsleit á 16 ára stúlku

12 Janúar 2016 12:55
Síðast uppfært: 12 Janúar 2016 klukkan 13:03

Það er regla að sá lögreglumaður sem framkvæmir líkamsleit á einstaklingi sé af sama kyni og sá sem leitað er á.   Svo var í því máli sem fjölmiðlar fjalla nú um. 

Samkvæmt fréttum í fjölmiðlum hefur stúlkan stefnt íslenska ríkinu en lögreglustjóra er að öðru leyti ekki kunnugt um málarekstur.  Venja er að ríkislögmaður afli umsagnar lögreglustjóra um kröfur og málatilbúnað stefnanda.  

Lögreglustjóri mun ekki tjá sig um málið í fjölmiðlum en hefur tekið málið til sérstakrar skoðunar.