6 September 2013 12:00

Maður um þrítugt hefur setið í gæsluvarðhaldi sl. fjórar vikur vegna rannsóknar sem snýr að fjölda brota sem varða innbrot og þjófnaði. Maðurinn er grunaður í um 50 málum en meðal þess sem rannsóknin snýr að er þjófnaður á ökutækjum, bifhjóli, tölvum, símum, skartgripum og ýmsu öðru. Lögreglan hefur náð að endurheimta hluta af þeim munum sem tengjast þessum málum en þegar hefur verið haft samband við eigendur munanna. Maðurinn hefur ekki komið áður við sögu lögreglu. Málið er en til rannsóknar.