12 Júní 2025 08:50

Lögreglan á Suðurnesjum vinnur nú að rannsókn máls, í samvinnu við tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli, er varðar innflutning á 12 kg kókaíni.  Þann 23. maí sl. stöðvaði tollgæslan ferð tveggja einstaklinga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem hvor um sig reyndust vera með 6 kg. af kókaíni í farangri sínum. Um ræðir tvo karlmenn sem nú sæta gæsluvarðhaldi og komu frá Frakklandi. Þeir eru taldir tengjast og vinnur lögreglan að því að upplýsa um þátt þeirra og annara sem kunna að tengjast málinu.

Lögreglan á Suðurnesjum merkir verulega aukningu í innflutningi fíkniefna til landsins á milli ára.  Á öllu árinu 2024 lagði lögreglan á Suðunesjum hald á 35,5 kg. af kókaíni en það sem af er ári 2025 hefur verið lagt hald á 42,5 af kókaíni.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu.