14 Júní 2025 12:24

Tveir erlendir ferðamenn fundust látnir á hóteli í miðborginni á áttunda tímanum í morgun. Þriðji aðilinn, einnig erlendur ferðamaður, var enn fremur á vettvangi og var sá með áverka. Viðkomandi var færður undir læknishendur. Tilkynning um málið barst lögreglu kl. 7.14 en málsatvik eru um margt óljós enda rannsókn þess á frumstigi.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.