23 Febrúar 2010 12:00

Um helgina voru tveir ökumenn teknir á höfuðborgarsvæðinu fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Þetta voru tveir 19 ára piltar, annar var stöðvaður í Kópavogi aðfaranótt laugardags en hinn í Reykjavík á sunnudagskvöld.