15 Desember 2015 13:20

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum við Arnarnesbrúnna í Garðabæ miðvikudaginn 9. desember, en tilkynning um áreksturinn barst kl. 19.21. Þar rákust saman Toyota Yaris og Chevrolet Captiva, en ökumönnunum ber ekki saman um stöðu umferðarljósa. Yarisnum var ekið austur Arnarnesveg (út úr Arnarneshverfinu) og Captivunni vestur Arnarnesveg en ökumaður hennar beygði til vinstri á gatnamótunum og hugðist síðan aka aðrein inn á Hafnarfjarðveg til suðurs þegar áreksturinn varð.

Þeir sem urðu vitni að árekstrinum eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið saevarg@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.