Frá vettvangi á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar.
1 Mars 2018 10:09

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar miðvikudaginn 31. janúar um kl. 18.20. Þar rákust saman Jagúar F-Pace og Mazda 3, en ökumönnunum ber ekki saman um stöðu umferðarljósa. Mözdunni var ekið norður Háaleitisbraut og Jagúarnum austur Miklubraut þegar áreksturinn varð.

Þeir sem urðu vitni að árekstrinum eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið jonatan.gudnason@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Frá vettvangi á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar.