Frá vettvangi á Sæbraut.
21 Nóvember 2016 16:34

Í síðustu viku slösuðust sex vegfarendur í fimm umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 13. – 19. nóvember.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt sunnudaginn 13. nóvember. Kl. 0.07 var gangandi vegfaranda hrint fyrir bifreið sem var ekið vestur Laugaveg við Vegamótastíg. Hann var fluttur á slysadeild. Og kl. 2.03 var bifreið ekið aftan á aðra á Sæbraut á leið til austurs við Langholtsveg með þeim afleiðingum að fremri bifreiðin valt. Ökumaður aftari bifreiðarinnar fór af vettvangi, en var handtekinn skömmu síðar. Hann er grunaður um ölvunarakstur. Hann, ásamt ökumanni fremri bifreiðarinnar, voru fluttir á slysadeild.

Þriðjudaginn 15. nóvember kl. 17.25 lenti hjólreiðamaður, sem hjólaði austur Vonarstræti og beygði áleiðis inn í Templarasund, framan á bifreið, sem var ekið vestur Vonarstræti. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild.

Miðvikudaginn 16. nóvember kl. 15.14 féll hjólreiðamaður af hjólinu við gatnamót Hringbrautar og Bræðraborgarstígs. Hann var fluttur á slysadeild.

Föstudaginn 18. nóvember kl. 18.19 var gangandi vegfarandi á leið yfir Hringbraut við Nauthólsveg fyrir bifreið, sem var ekið vestur Hringbraut. Hann var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni. Það á ekki síst við um ökumenn.

Frá vettvangi á Sæbraut.

Frá vettvangi á Sæbraut.