Frá vettvangi við Strandveg.
3 Apríl 2017 10:40

Í síðustu viku slösuðust sextán vegfarendur í sex umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 26. mars – 1. apríl.

Sunnudaginn 26. mars kl. 15.47 varð fjögurra bifreiða aftanákeyrsla á Breiðholtsbraut við Stekkjarbakka til vesturs. Ökumaður öftustu bifreiðarinnar er grunaður um ölvun við akstur. Alls voru átta manns úr bifreiðunum fluttir á slysasdeild.

Þriðjudaginn 28. mars kl. 00.20 var bifreið ekið norður Strandveg og á ljósastaur norðan Rimaflatar. Ökumaður og tveir farþegar voru fluttir á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt miðvikudaginn 29. mars. Kl. 15.09 var sorpbifreið ekið utan í starfsmann á athafnasvæði Sorpu í Gufunesi. Hann var fluttur á slysadeild. Og kl. 16.57 varð gangandi vegfarandi á leið yfir Núpalind á merktri gangbraut, skammt frá Lindarvegi, fyrir bifreið, sem var ekið um götuna. Hann var fluttur á slysadeild.

Fimmtudaginn 30. mars kl. 15.24 lenti hjólreiðamaður á leið suður yfir gömlu Hringbraut vestan Snorrabrautar á hlið hópbifreiðar, sem var ekið suður Snorrabraut og beygt vestur Hringbraut. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild.

Föstudaginn 31. mars kl. 19.32 varð aftanákeyrsla á Nýbýlavegi á leið til austurs við Þverbrekku. Ökumaður aftari bifreiðarinnar er grunaður um ölvunarakstur. Ökumaður og farþegi fremri bifreiðarinnar voru fluttir á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni. Það á ekki síst við um ökumenn.

Frá vettvangi við Strandveg.