21 Ágúst 2017 10:31
Í síðustu viku slösuðust fimm vegfarendur í jafnmörgum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 13. – 19. ágúst.
Sunnudaginn 13. ágúst kl. 20.54 féll ökumaður af bifhjóli sínu þegar hann ók austur Vesturlandsveg og í hringtorg við Langatanga. Hann var fluttur á slysadeild.
Þriðjudaginn 15. ágúst kl. 20.48 var bifreið ekið suður Vatnsendahvarf og aftan á bifreið við Ögurhvarf. Ökumaður aftari bifreiðarinnar, sem var með útrunnið ökuskírteini, var fluttur á slysadeild.
Fimmtudaginn 17. ágúst kl. 19.57 féll ökumaður bifhjóls af hjólinu er hann var að koma af Hafravatnsvegi að Vesturlandsvegi. Hann var fluttur á slysadeild.
Föstudaginn 18. ágúst kl. 14.26 var bifreið ekið aftan á aðra á Hafnarfjarðarvegi við Vífilsstaðaveg. Ökumaður aftari bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild.
Laugardaginn 19. ágúst kl. 15.25 varð þriggja bifreiða aftanákeyrsla á Hringbraut á gatnamótum Njarðargötu á vesturleið. Ökumaður miðbifreiðarinnar ætlaði að leita sér læknisaðstoðar á slysadeild í framhaldinu.
Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni. Það á ekki síst við um ökumenn – hvort sem um er að ræða bifreiða eða reiðhjóla.