22 Júlí 2019 16:01
Í síðustu viku slösuðust þrír vegfarendur í þremur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 14. – 20. júlí, en alls var tilkynnt um 33 umferðaróhöpp í umdæminu.
Fimmtudaginn 18. júlí kl. 10.14 missti ökumaður bifreiðar á Grensásvegi stjórn á ökutæki sínu sem hafnaði á þremur, kyrrstæðum og mannlausum bifreiðum við gatnamót Hæðargarðs. Talið er að ökumaðurinn, sem er um áttrætt, hafi fengið aðsvif í aðdraganda slyssins og stigið á eldsneytisgjöf í stað hemla með fyrrgreindum afleiðingum. Hann var fluttur á slysadeild.
Tvö umferðarlys voru tilkynnt föstudaginn 19. júlí. Kl. 15.45 féll maður af reiðhjóli á Hvaleyrarbraut við Krónuna í Hafnarfirði þegar hann ætlaði að hjóla af vegi og upp á gangstétt. Hann var fluttur á slysadeild. Og kl. 22.07 valt fjórhjól sem var ekið malarslóða við Þrymsali í Kópavogi. Ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild.
Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.