Frá vettvangi á mótum Vatnsendahvarfs og Urðarhvarfs.
9 Desember 2022 12:56

Í síðustu viku slösuðust fjórtán vegfarendur í þrettán umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 27. nóvember – 3. desember, en alls var tilkynnt um 27 umferðaróhöpp í umdæminu.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt sunnudaginn 27. nóvember. Kl. 12.27 varð tveggja bíla árekstur á mótum Vatnsendahvarfs og Urðarhvarfs í Kópavogi, en í aðdragandanum var annarri bifreiðinni ekið suður Vatnsendahvarf en hinni austur Urðarhvarf. Biðskylda er fyrir umferð af Urðarhvarfi. Annar ökumannanna ætlaði sjálfur að leita sér læknisaðstoðar. Og kl. 19.16 varð bílvelta á Reykjanesbraut á móts við Arnarnesveg í Garðabæ. Ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvun, meiddist lítillega, en hann var ekki fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt mánudaginn 28. nóvember. Kl. 8.23 var bifreið ekið um Suðurhellu í Hafnarfirði, en á gatnamótum við Hraunhellu var henni beygt til vesturs og hafnaði þá á reiðhjóli. Ökumaðurinn sagðist ekki hafa séð reiðhjólið í aðdraganda slyssins. Hjólreiðamaðurinn, sem var með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild. Og kl. 21.34 féll hjólreiðamaður af reiðhjóli á Hjallahrauni í Hafnarfirði. Hálka var á vettvangi. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild.

Miðvikudaginn 30. nóvember kl. 16.23 var bifreið ekið á gangandi vegfaranda á gatnamótum Vatnsendahvarfs og Ögurhvarfs í Kópavogi. Vitni sögðu vegfarandann hafi gengið gegn rauðu gangbrautarljósi. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild.

Fimmtudaginn 1. desember kl. 17.15 var bifreið ekið frá Háaleitisbraut í Reykjavík og síðan beygt áleiðis vestur Miklubraut, en á gatnamótunum hafnaði hún í rafmagnsvespu, sem var ekið á gangbraut. Ökumaður og farþegi á vespunni ætluðu sjálfir að leita aðstoðar á slysadeild. Ökumaðurinn var með öryggishjálm, en ekki farþeginn.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 2. desember. Kl. 0.17 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli í Borgartúni í Reykjavík. Hjólreiðamaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild. Og kl. 23.27 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli á gangstétt við Miklubraut í Reykjavík, skammt frá Skeiðarvogi. Hjólreiðamaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild.

Fimm umferðarslys voru tilkynnt laugardaginn 3. desember. Kl. 2.28 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli á gangstétt við gatnamót Laugavegs og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík. Hjólreiðamaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild. Kl. 12.48 varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Reykjavíkurvegar og Flatahrauns í Hafnarfirði. Ökumönnunum greinir á um stöðu umferðarljósa þegar slysið varð. Annar þeirra var fluttur á slysadeild. Kl. 16.55 var bifreið ekið á gangandi vegfaranda á Vallargrund á Kjalarnesi. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins. Kl. 18.24 lentu þrjár bifreiðar saman á planinu við eldneytisdælur Costco í Garðabæ. Einn var fluttur á slysadeild. Talið er að eldneytisgjöf einnar bifreiðarinnar hafi orðið föst í aðdraganda slyssins. Og kl. 23.35 var bifreið ekið suður Salaveg í Kópavogi, inn á gatnamót Arnarnesvegar og í veg fyrir aðra bifreið, sem var ekið vestur Arnarnesveg. Við það kastaðist önnur bifreiðin yfir á öfugan vegarhelming og á þriðju bifreiðina, sem var kyrrstæð á gatnamótunum. Á Salavegi er biðskylda gagnvart umferð um Arnarnesveg. Einn ökumannanna var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.