Frá vettvangi við Heiðmerkurveg.
16 Júlí 2024 11:36

Í síðustu viku slösuðust níu vegfarendur í fimm umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 7. – 13.  júlí, en alls var tilkynnt um 21 umferðaróhapp í umdæminu.

Mánudaginn 8. júlí kl. 20.41 missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á Suðurlandsvegi í Reykjavík, hjá Rauðavatni, en við það snerist hún á veginum og valt síðan nokkrar veltur utan vegar. Þar kviknaði enn fremur í bílnum. Ökumaðurinn sagðist hafa verið að forðast árekstur við aðra bifreið sem var ekið í veg fyrir hann, en vitni sögðu hins vegar að maðurinn hefði ekið mjög hratt.  Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt þriðjudaginn 9. júlí. Kl. 20.12 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli við Hallgrímskirkju í Reykjavík. Hann var fluttur á slysadeild. Á umræddu farartæki er 13 ára aldurstakmark og hafði hjólreiðamaðurinn ekki náð þeim aldri. Og kl. 22.58 missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á Heiðmerkurvegi í Garðabæ, en við það hafnaði hún utan vegar og valt. Á þessum kafla er malarvegar, en ökumaðurinn hafði rétt litið af veginum í krappri beygju þegar svona fór. Hann og þrír farþegar voru fluttir.

Miðvikudaginn 10. júlí kl. 21.06 var bifhjóli ekið á brúarhandrið á göngu- og hjólastíg í Háholti í Mosfellsbæ, aftan við KFC, en brúin liggur yfir Vesturlandsveg. Í aðdragandanum greip ökumaðurinn of fast í frambremsuna með fyrrgreindum afleiðingum. Hjólið var án skráningaramerkja, ótryggt og óskráð. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.

Laugardaginn 13. júlí kl. 19.34 missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, við Sunnukrika, eftir að hafa ekið um hringtorg við Þverholt/Reykjaveg. Við það missti bifreiðin veggrip og hafnaði á vegriði. Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.