30 Janúar 2025 11:57
Í síðustu viku slösuðust fimm vegfarendur í fjórum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 19. – 25. janúar, en alls var tilkynnt um 42 umferðaróhöpp í umdæminu.
Sunnudaginn 19. janúar kl. 16.26 var bifreið ekið á gangandi vegfaranda á gangstétt í Ármúla í Reykjavík. Í aðdragandanum hafði ökumaðurinn talið sig hafa numið staðar á bifreiðastæði, en bifreiðin þá farið af stað. Við það steig ökumaðurinn óvart á eldsneytisgjöfin í stað hemla með fyrrgreindum afleiðingum. Vegfarandinn fór ekki á slysadeild fyrr en daginn eftir og reyndist þá talsvert slasaður.
Tvö umferðarslys voru tilkynnt þriðjudaginn 21. janúar. Kl. 9.46 var bifreið ekið suður Bakkabraut í Kópavog og á tvo gangandi vegfarendur sem þveruðu gangbraut á gatnamótum við Vesturvör. Þeir voru báðir fluttir á slysadeild. Og kl. 13.34 missti ökumaður á leið suður Höfðabakka í Reykjavík, við Stórhöfða, stjórn á bifreið sinni. Við það hafnaði hún á staur á umferðareyju við götuna, en í aðdragandanum sagði ökumaðurinn að sólin hefði blindað honum sýn. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.
Miðvikudaginn 22. janúar kl. 8.50 missti ökumaður á leið austur Arnarnesveg í Kópavogi, við Salaveg, stjórn á bifreið sinni. Við það ók hann á götukant og síðan utan í ljósastaur uns bifreiðin valt og hafnaði á toppnum. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.
Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.