Frá vettvangi við Vífilsstaðaveg.
17 Mars 2025 12:04

Í síðustu viku slösuðust þrír vegfarendur í þremur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 9. – 15. mars, en alls var tilkynnt um 35 umferðaróhöpp í umdæminu.

Þriðjudaginn 11. mars kl. 9.31 féll hjólreiðamaður af reiðhjóli á Krosseyrarvegi í Hafnarfirði. Hann var fluttur á slysadeild.

Föstudaginn 14. mars kl. 12.56 var bifreið ekið norður Vatnagarða í Reykjavík og aftan á aðra bifreið á sömu leið. Í aðdraganda slyssins sagðist ökumaður aftari bifreiðarinnar hafa sofnað við aksturinn. Hann var fluttur á slysadeild.

Laugardaginn 15. mars kl. 11.44 varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Vífilsstaðavegar, Vatnsendavegar og Elliðavatnsvegar í Garðabæ, en þeim var ekið úr gangstæðri átti. Í aðdraganda slyssins var annarri bifreiðinni ekið hratt og ógætilega að því að talið er. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.