Frá vettvangi á Bíldshöfða.
29 Apríl 2025 16:23

Í síðustu viku slösuðust þrír vegfarendur í þremur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 20. – 26. apríl, en alls var tilkynnt um 27 umferðaróhöpp í umdæminu.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt þriðjudaginn 22. apríl. Kl. 12.55 var bifreið ekið út af bifreiðastæði við Skútavog í Reykjavík og í veg fyrir aðra bifreið, sem var á leið um götuna á sama tíma. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild. Og kl. 13.21 var bifreið ekið á ljósastaur við Bíldshöfða í Reykjavík, en við það valt bifreiðin. Grunur er um að ökumaðurinn hafi ekið bæði ógætilega og of hratt í aðdraganda slyssins. Þá beinist rannsókn málsins einnig að hugsanlegum veikindum ökumannsins, en hann var fluttur á slysadeild.

Laugardaginn 26. apríl kl. 13.03 féll ökumaður af rafmagnshlaupahjóli í Mjóddinni í Reykjavík. Talið er að bilun í stýrisbúnaði hafi orðið í aðdraganda slyssins. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.