Frá vettvangi á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar.
9 Júní 2025 13:32

Í síðustu viku slösuðust fimm vegfarendur í þremur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 1. – 7. júní, en alls var tilkynnt um 30 umferðaróhöpp í umdæminu.

Sunnudaginn 1. júní kl. 10.04 missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á Reykjanesbraut í Reykjavík, á leið til norðurs á móts við Álfabakka, en við það hafnaði hún á ljósastaur. Ökumaðurinn sagðist hafa misst stjórn á bifreiðinni vegna bleytu á veginum. Farþegi var fluttur á slysadeild.

Mánudaginn 2. júní kl. 16.12 varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar í Reykjavík, og hafnaði önnur þeirra á hvolfi. Í aðdraganda slyssins er talið að annar ökumannanna hafi ekið gegn rauðu ljósi. Báðir ökumennirnir og farþegi voru fluttir á slysadeild.

Fimmtudaginn 5. júní kl. 11.35 var bifreið ekið á gangandi vegfaranda á gangbraut á Suðurlandsbraut í Reykjavík. Hann var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.