3 Janúar 2023 16:00

Harður árekstur varð milli fólksbifreiðar og jeppabifreiðar á Suðurlandsvegi við Öldulón austan Fagurhólsmýrar um kl. 14:00 í dag. 9 manns voru í bílnum og verða þeir allir fluttir með flugi til Reykjavíkur.  Þegar þetta er ritað er gert ráð fyrir að notaðar verða tvær þyrlur og flugvél LHG, sem sæki sjúklinga til Hafnar,  til verksins.   Allir eru með góð lífsmörk.   Veginum var lokað á meðan á vinnu á vettvangi stóð en nú er verið að hreinsa til á veginum og undirbúa opnun.   Hinsvegar má gera ráð fyrir umferðartöfum eitthvað áfram.   Mikil hálka var á vettvangi í dag.