19 Júní 2025 12:06
Ísland fékk á dögunum aðild að Operational Task Force Grimm, OTF GRIMM. Samstarfið er rekið af Europol og snýr að rannsóknum tengdum ofbeldis þjónustu (e. Violence as a service) og berst gegn vaxandi notkun dulkóðaðra forrita sem að skipuleggja ofbeldi um alla Evrópu.
Verkefnið OTF GRIMM sameinar nú; Belgíu, Danmörku, Frakkland, Þýskaland, Holland, Noreg, Svíþjóð, Ísland og Europol sem berjast saman gegn ofbeldi sem þjónustu. Gert er ráð fyrir að fleiri ríki bætist við á næstu mánuðum.
Upplýsingamiðlun innan samstarfsins hefur leitt til handtöku nokkurra einstaklinga, og rannsóknir eru í gangi víða um Evrópu. Einnig eru sameiginleg átök í gangi með netþjónustuaðilum til að uppræta glæpalega innviði sem gera slíkar árásir mögulegar.
Nýlegasta dæmið eru handtökur nokkurra einstaklinga sem grunaðir eru um að hafa reynt að fá aðra, þar á meðal ungmenni, til að fremja leigumorð í Danmörku. Sjá fréttatilkynningu hér: Teenagers recruited as hitmen: Denmark and Sweden strike back at violence-as-a-service | Europol
Haft er eftir Andy Kraag, yfirmanni Evrópumiðstöðvar gegn skipulagðri glæpastarfsemi hjá Europol,: „Unglingar sem fá greitt fyrir að toga í gikkinn – þetta er birtingarmynd skipulagðrar glæpastarfsemi árið 2025. Við erum ekki að tala um smáglæpi á götunni. Þetta er meðvituð undirverktökunotkun morða af hendi glæpaneta sem líta á mannslíf sem neysluvöru. Með hjálp OTF GRIMM er lögreglan að elta höfuðpaurana og brjóta niður innviðina sem þeir fela sig á bak við. Það er ekkert skjól – hvorki á netinu né utan þess – fyrir þá sem stunda viðskipti með ofbeldi.“
Foreldrar og samfélög eru hvött til að vera vakandi og taka eftir snemmmerkjum um þátttöku í alvarlegum afbrotum, svo sem skyndilegum hegðunarbreytingum eða óútskýrðri eign á peningum eða dýrum hlutum. Europol hefur þróað upplýsingahandbók sem veitir hagnýtar leiðbeiningar um hvernig vernda megi ungmenni gegn þessum blekkjandi glæpahringjum. Sjá hér: Stop criminal networks from recruiting youngsters | Europol
Frekari uppfærslur um rannsóknir og framvindu aðgerða verða birtar á sérstöku vefsvæði OTF eftir því sem lögregluaðgerðir þróast í baráttunni við þetta brýna vandamál.
Nánari upplýsingar veitir Helena Rós Sturludóttir, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, í síma 444-2570 eða helena.sturludottir@logreglan.is