2 Janúar 2013 12:00

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur staðið í ströngu yfir hátíðirnar. Óvissustigi vegna snjóflóðahættu var lýst yfir á Vestfjörðum norðan- og sunnanverðum auk Mið-Norðurlands 27. desember.  Hættustigi var lýst yfir sama dag á Ísafirði og síðar á Flateyri, Patreksfirði og Hnífsdal.  Í kjölfarið var ákveðið að setja 24 tíma vakt hjá Almannavarnadeild vegna slæmrar veðurspár.  Sérsveit Ríkislögreglustjóra aðstoðaði við lokanir á vegum vegna ófærðar og auka mannskapur kallaður út hjá Fjarskiptamiðstöð.  Verkefni Almannavarnadeildar snúa að samhæfingu björgunaraðila á landsvísu ásamt samskiptum við veitu- og fjarskiptafyrirtæki þar sem rafmagnsleysi er víða.  Upplýsingaveita deildarinnar hefur skipað stóran sess síðustu sólahringana þar sem tilkynningar um ástand eru settar inn á vefsíðu deildarinnar.  Auk þess uppfærir deildin Facebook síðu hennar reglulega og hefur það gefið góða raun.