13 Júní 2023 16:04

Það var stór dagur á Akureyri um síðustu helgi þegar glæsilegur hópur lögreglumanna útskrifaðist frá háskólanum, en þeirra bíða nú verðug verkefni hjá lögregluembættum landsins. Þar mun námið koma þeim að góðum notum, en lögreglustarfið er oft erfitt og krefjandi eins og flestir vita. En starfið er líka mjög gefandi því það er góð tilfinning að koma fólki til hjálpar.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar nýútskrifuðum lögreglumönnum innilega til hamingju með áfangann og óskar þeim velfarnaðar í starfi.

(Myndirnar eru af fésbókarsíðu mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar)