15 Nóvember 2019 07:40

Fyrir þá sem eru að koma til eða frá höfuðborgarsvæðinu að þá minnum við á að það er snjóþekja og skafrenningur á Hellisheiði og í Þrengslum og hálka og éljagangur á Mosfellsheiði.

En veðurspáin fyrir umdæmið er annars svohljóðandi: Suðaustan 13-20 og rigning, en snýst í suðvestan 5-8 og styttir að mestu upp eftir hádegi. Hiti 0 til 6 stig. Suðvestan 5-10 og stöku él á morgun og hiti um og yfir frostmarki.